139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[20:25]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Svarið varðandi þann þátt sem hv. þingmaður vék að undir lok máls síns, hvort væri að finna ákvæði í þessum lögum sem þvingaði sveitarstjórn sem réðist í umfangsmiklar fjárskuldbindingar til að leita til íbúanna í atkvæðagreiðslu. Svo er ekki. Hins vegar má til sanns vegar færa að sú heimild sé óbeint í lögunum þar sem fimmtungur íbúanna getur krafist þess að farið verði með mál í atkvæðagreiðslu. Ef um mjög umdeilanlegar ákvarðanir af því tagi sem hv. þingmaður vísar til er að ræða þá er sá möguleiki alla vega opinn. En svarið er hins vegar nei, þetta var ekki sett inn í lögin með beinum hætti.