139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

rannsókn kjörbréfs.

[16:03]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Kjörbréfanefnd mælir einróma með samþykkt kjörbréfsins og telst það samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.

Helena Þ. Karlsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Eva Magnúsdóttir hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni skv. 2. gr. þingskapa.

 

[Helena Þ. Karlsdóttir, 10. þm. Norðaust., Ósk Vilhjálmsdóttir, 6. þm. Reykv. n., og Eva Magnúsdóttir, 12. þm. Suðvest., undirskrifuðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]