139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:37]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við þetta horfir til framfara fyrir þá sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu vegna sjúkdóma að fá þessar bætur. Hv. þm. Lilja Mósesdóttir vill koma með breytingartillögu til þess að geta metið hver reynslan verður af þessari breytingu, en þá ber að nefna að þegar er 16 ára reynsla af henni. Skattaframkvæmd hefur verið þannig að þetta var skattfrjálst. Það var einungis með dómi í desember síðastliðnum sem bæturnar voru gerðar skattskyldar. Þetta þjónar fyrst og fremst tekjulágum og fólki með millitekjur. Með þessu öðlast það borð fyrir báru ef eitthvað kemur upp á. Við munum styðja þetta mál.