139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

645. mál
[12:08]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Markmið frumvarpsins er, eins og hv. þingmaður bendir á, að greiða fyrir þjónustuviðskiptum þvert á landamæri. Ég rakti hér fjölmargar lagagreinar sem breytt er. Í bandormi sem ég mælti fyrir samhliða um ýmis lagaákvæði þar sem við fellum takmarkanir á þjónustuviðskiptum, sem bundnar eru við búsetu á Íslandi til dæmis, úr lögum. Þær lagahindranir eru í dag í vegi frjálsra þjónustuviðskipta. Stutta svarið við spurningu hv. þingmanns er ósköp einfalt: Það er allt annað en það sem hann taldi upp, þar sér þessa stað, í öllum öðrum þjónustuviðskiptum og bæði þar sem lagahindranir hafa hingað til verið í vegi og líka þar sem svo er ekki.