139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég styð þetta frumvarp og þykir leitt að það skuli hafa rekið á fjörur Alþingis vegna þess að það sýnir mikla óbilgirni að leggjast gegn því að blindrahundur fái að vera í húsi. Ég skora á hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins að greiða frumvarpinu í heild sinni atkvæði sitt.

Hins vegar mun ég styðja tillögu hv. þm. Helga Hjörvars um að það þurfi tvo þriðju hluta eigenda húss til að samþykkja hunda- eða kattahald í fjölbýlishúsi. Vegna þess hve umdeilt málið er mun ég ekki skora á hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins að gera eins og ég heldur mun hver og einn taka ákvörðun út frá sjálfum sér.