139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

grunngerð landupplýsinga.

121. mál
[11:40]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um grunngerð landupplýsinga. Ég hef haft miklar efasemdir um frumvarpið í umhverfisnefnd en tek það fram að starf nefndarinnar hefur verið mjög gott í þessari umferð. Ég hef aðallega haft áhyggjur af viðauka III sem tekur gildi 2019 þar sem þá á að opna upplýsingagátt. Í viðauka III er m.a. ákvæði um að upplýsingar um heilsu manna og öryggi eigi að fara inn í þá upplýsingagátt og einnig varðandi dreifingu fólksfjölda og lýðfræði.

Í svona fámennu landi er ég hrædd um að hægt verði að rekja upplýsingarnar. Persónuvernd hefur komið á fund nefndarinnar og reynt að segja okkur að svo sé ekki, en mér finnst að við Íslendingar eigum að njóta vafans í þessu sambandi og þess vegna sit ég hjá við atkvæðagreiðsluna.