139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:25]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. forsætisráðherra nefnir að í sjö löndum öðrum sé við lýði sams konar fyrirkomulag. Ég efast ekki um það. Ég efast ekki um að víða er áhugi á því að færa valdið frá löggjafanum og frá almenningi og þjappa því saman og sérstaklega þó að gera Evrópusambandinu auðveldara fyrir að eiga við stjórnvöld í hverju landi, enda eru sex af þeim löndum sem hæstv. forsætisráðherra nefndi Evrópusambandslönd. Því til viðbótar er talað um Noreg en fyrirkomulagið þar er í veigamiklum atriðum frábrugðið því sem hér er lagt til og felur í sér miklu meiri valddreifingu en hér er verið að innleiða.

Svo nefnir hæstv. forsætisráðherra ekki þurfi að hafa áhyggjur af þessu vegna þess að forsætisráðherra muni að sjálfsögðu gera þetta allt í samráði við samstarfsráðherrana, samstarfsflokkinn. Hver hefur reynslan verið hvað það varðar? Hvað í sögu þessarar ríkisstjórnar gefur okkur tilefni til að ætla að hún muni með þetta vald allt í einu (Forseti hringir.) taka upp á því að fara að stunda víðtækt samráð?