139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:06]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég á mjög erfitt með að svara því, hef ekki spákúlu, en mér finnst sagan svolítið endurtaka sig í stjórnarráðsbreytingum. 2007, 2008, 2009 og 2010. Framkvæmdarvaldið tekur ákvarðanir, það á síðan að keyra þær í gegn. Það var eitt annað inntakið í gagnrýni minni, hið pólitíska samráð er jafnmikilvægt mál og oddvitaræðið.

Hvers á þingmannanefndin að gjalda? Það er ágæt spurning. Ég hygg að allsherjarnefnd sem væntanlega fær frumvarpið til meðhöndlunar muni skoða það eða verði að skoða mjög gaumgæfilega hvers hún á að gjalda. Ég verð líka að segja hér að það olli vissum titringi í þingmannanefndinni að það skyldi verða skipuð nefnd af forsætisráðherra til hliðar við þingmannanefndina til að sinna að hluta til verkefnum sem þingmannanefndin hafði með höndum samkvæmt ákvörðun (Forseti hringir.) Alþingis.