139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

tilkynning um dagskrá og tilhögun þingfundar.

[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti gerir ráð fyrir að tveir fundir fari fram í dag svo og atkvæðagreiðslur svo gera megi 2. dagskrármálið, þ.e. landsdóm, að lögum.

Þegar að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma fer fram umræða utan dagskrár um Landeyjahöfn og næstu skref í samgöngum milli lands og Eyja. Málshefjandi er hv. þm. Árni Johnsen og hæstv. innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.