139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

eftirlit með kreditkortafærslum.

[10:56]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Mér finnst þessi fyrirspurn og umgjörðin í kringum hana sýna best ráðleysi hv. þingmanns þegar kemur að framtíðarskipulagi gjaldmiðilsmála í landinu. Hann getur ekki hugsað sér sterkan og traustan gjaldmiðil, heldur vill hann gjaldmiðil sem þarf að þrífast bak við gjaldeyrishöft — en hann vill götótt gjaldeyrishöft, hann vill eins léleg gjaldeyrishöft og mögulegt er. (GÞÞ: Ertu fylgjandi …?) (Gripið fram í: Þú svarar ekki …)

Virðulegi forseti. Ef við höfum þennan gjaldmiðil eins og við höfum núna treystum við á að hann geti staðist þær þrautir sem á hann eru lagðar í núverandi umgjörð, og það eru raunveruleg gjaldeyrishöft. Þau gjaldeyrishöft þurfa að koma í veg fyrir svik í stóru sem smáu. (Gripið fram í.) Það sem verður að sjálfsögðu gert núna við endurmat á umgjörð gjaldeyrishaftanna er að stilla öllum eftirlitsþáttum í hóf og varða veginn í áttina að því að hægt sé að skapa aukið svigrúm til að lifa við þau, en þau eru óyndisúrræði (Forseti hringir.) og það er tvískinnungur í því að tala gegn gjaldeyrishöftum en fyrir íslenskri krónu við núverandi aðstæður. (Gripið fram í: … persónulegt.)