139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

ökutækjatryggingar.

711. mál
[21:08]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að nefndin kanni það og fari yfir það við meðferð málsins. Þetta er verkefni sem lögreglan hefur sinnt hingað til en ekki getað sinnt, þ.e. hefur átt að sinna en ekki haft mannafla eða liðsafla til. Við gerum ríkari og ríkari kröfur til lögreglunnar um að gegna margþættu öryggishlutverki og þá var það niðurstaðan að það lægi þokkalega beint við að fela aðilanum sem fer með utanumhaldið um skráningu ökutækjanna það tiltekna verkefni.