139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:33]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég treysti mér einfaldlega ekki til að fara djúpt í deilumál af þessu tagi og svara því af þeirri þekkingu og viti sem ég gjarnan vildi gera. Það er alveg rétt að ýmsar hliðar þessara mála eru viðkvæm og þarf að hyggja rækilega að. Ég reikna með því að allsherjarnefnd muni gera það í meðförum þessa frumvarps.

Það eru hins vegar önnur atriði sem ég beindi sérstaklega til allsherjarnefndar að skoða, t.d. heimildir sem lögreglu eru fengnar til að nema barn frá heimili sínu ef úrskurður gengur í þá átt.

Það eru ýmsar hliðar á þessu máli og ýmsir þættir í þessu frumvarpi sem þarf að skoða sérstaklega en ég treysti mér ekki í þessu stutta andsvari til að svara því af nægilegri þekkingu og viti.