139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:43]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt ábending hjá hv. þingmanni að þær breytingar sem verið er að leggja til kalla á aukið fjármagn. Að því er vikið í frumvarpinu, hygg ég, en alla vega var það ítarlega rætt á fundum ríkisstjórnarinnar þegar þetta mál var afgreitt þaðan út og jafnframt hitt að eðlilegt sé að taka upp viðræður við sveitarfélögin um breytta verkaskiptingu í þeim efnum sem þessu tengjast vegna þess að að hluta til skarast þarna verksvið sveitarfélaga og ríkisins.

Það er hárrétt ábending hjá hv. þingmanni að þetta kallar á aukið fjármagn og er til lítils ef peningarnir fylgja ekki með.