139. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2011.

stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl.

87. mál
[14:42]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessu frumvarpi er verið að samræma löggjöf um kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn þannig að lög um samvinnufélög, sameignarfélög, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun séu til samræmis við löggjöf um einkahlutafélög og hlutafélög. Hér erum við ekki að skoða heildarlöggjöf um Orkuveitu Reykjavíkur eða Landsvirkjun.

Nú er í gangi viðamikil stefnumótun á vettvangi Orkuveitunnar. Hún á sér farveg á vettvangi borgarinnar og mun svo væntanlega koma inn í Alþingi sem tillaga að lagabreytingum á heildarlögum um Orkuveituna. Það er því ótímabært að við breytum sérstaklega stefnu eða stefnumarkmiðum Orkuveitunnar með þessum breytingum því að hér erum við fyrst og fremst að samræma löggjöf um kynjakvóta og starfandi stjórnarformenn. Þess vegna segi ég nei við þessari breytingartillögu.