139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

almannatryggingar.

797. mál
[14:01]
Horfa

Frsm. fél.- og trn. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka líka að í máli mínu hef ég lagt áherslu á að enginn er að reyna að tefja þetta mál, allir eru sammála um prinsippið sem um ræðir. Umræðan hefur eingöngu verið um vinnulagið og mér þykir sjálfsagt, eins og hv. þingmaður hefur bent á, að fjárlaganefnd ræði einfaldlega þessi mál enda hefur hún náttúrlega verið að endurskoða öll vinnubrögð í þinginu hvað varðar fjárlög.

Málið nú snýst um heimildarákvæðið, sambærilegt við það sem hefur verið í atvinnuleysistryggingum, heimild til að þetta nái fram að ganga.