139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

533. mál
[14:57]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er stór sigur í mannréttindabaráttu fatlaðra og mikilvægur hluti af því að fullgilda hér á Íslandi sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viðurkenningin á táknmálinu er gríðarlegur áfangi og ég þakka nefndinni fyrir að taka jafnframt til blindraletrið og stöðu þess í samfélaginu og auðvitað er mikilvægt fyrir þjóðina alla að tryggja íslenskunni þá stöðu sem hér er gert.