139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:42]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta finnst mér ekki sérstakt áhyggjuefni. Ég tel að með útfærslu á strandveiðidæminu, t.d. eins og kemur fyrir í frumvarpinu okkar þar sem tímabil verður lengt í sex mánuði, hámarksaflinn stóraukinn upp í 40 þús. tonn, munu menn ekki standa frammi fyrir þeirri pressu að þurfa að róa í hvaða veðri sem er. Þeir hafa nægan tíma. Þeir vita að kvótinn er nægilega mikill þannig að sú pressa er farin sem þeir búa við í dag, að þurfa að róa kannski fyrstu þrjá, fjóra daga mánaðarins í upphafi mánaðar. Með breyttri útfærslu er hægt að laga það.

Ef menn hafa miklar áhyggjur af þessu má svo sem hugsa sér að við slæmar veðurspár verði höfnum landsins einfaldlega lokað fyrir sjóróðrum alveg eins og flugvöllum er lokað í óveðri. Það tíðkast líka og það er hægt að hugsa sér ýmsar útfærslur á þessu. Þetta er að mínu mati ekki sérstakt áhyggjuefni.