139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

fundarstjórn.

[15:04]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Herra forseti. Í morgun var fundur í fastaráði Atlantshafsbandalagsins þar sem íslenska ríkisstjórnin tók þátt í samstöðu um að halda áfram stjórn aðgerða í Líbíu með öðrum Atlantshafsbandalagsríkjum. Nú ber svo við að fulltrúar Vinstri grænna í utanríkismálanefnd — haft var samband við utanríkismálanefnd í aðdraganda þessarar ákvörðunar — hafa lýst sig andvíga þessari niðurstöðu og einnig ýmsir ráðherrar Vinstri grænna. Þetta kallar að mínu mati á utandagskrárumræðu um aðgerðir NATO í Líbíu og stuðning ríkisstjórnarinnar við þær. Ég óska eftir því að forseti geri ráð fyrir því að slík umræða geti farið fram einhvern næstu daga.