139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[15:28]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þó að ég samgleðjist Framsóknarflokknum með að búa að stækkandi og öflugri þingflokki með degi hverjum verð ég að gefa þá yfirlýsingu að enginn framsóknarmaður vil ég vera. Hugmyndin er auðvitað ekki sú að fallast á tillögur flokksins. En ég tel að það megi ræða hvort menn geti mæst í einhverjum atriðum þannig að komast megi að breiðari sátt.

Við erum ósammála um veiðigjaldið. Ég hef rakið að ég teldi að sumir landsmenn ættu ekki að hafa meiri hlutdeild í því. Ég er almennt mjög vantrúaður á þá hugmynd stjórnmálamanna að skattleggja atvinnugreinar til að úthluta síðan aftur peningum til atvinnugreinanna. Ég held að það stuðli að sóun og því fólki sem í atvinnugreininni er sé þá bara best að ráðstafa þeim fjármunum beint og þeir mest (Forseti hringir.) sem mestan hafa hagnaðinn því að þeir munu væntanlega gera það skynsamlegar en stjórnmálamennirnir.