139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[14:56]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Skuldir sjávarútvegsins eru á bilinu 500–600 milljarðar kr., (Gripið fram í: 400 milljarðar.) að vísu hefur sú talað lækkað eitthvað með gengisbreytingum. Hún hækkar og lækkar (Forseti hringir.) með breytilegu gengi.

(Forseti (ÁI): Forseti biður hv. þingmenn að gefa ræðumanni sem hefur eina mínútu til umráða tóm til að nýta hana sjálfur.)

Takk fyrir, frú forseti. Það hefur líka komið fram að stór hluti þessarar skuldsetningar er til kominn vegna áhættufjárfestinga, ekki í greininni sjálfri heldur utan hennar. (TÞH: Rangt.) Þetta hefur komið fram opinberlega, hv. þingmaður, og það er engin ástæða til að karpa um það á þeim níu sekúndum sem ég á eftir.

Varðandi nýliðunina hefur skorturinn á henni meðal annars markast af því sem ég fór yfir áðan, menn hafa ekki átt þess kost að koma inn í greinina nema ofurseldir þeim lögmálum að gerast leiguliðar hjá stórútgerðinni og kvótahöfunum sem eru fyrir. (Gripið fram í.) Þegar talað er um sérhagsmuni hefur umræðan auðvitað gengið út á að engu mætti breyta vegna þess að það mætti ekki raska með neinum hætti núverandi starfsskilyrðum (Forseti hringir.) greinarinnar. Þar er hins vegar töluvert svigrúm.