139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[18:21]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hlustaði með athygli á ræðu hv. þingmanns sem mér fannst vera mjög gagnrýnin á það frumvarp sem hér liggur frammi. Mig langar því að spyrja hv. þingmann hvort hún sé þá ekki í leiðinni að gagnrýna nýlega ályktun Framsóknarflokksins um sjávarútvegsmál. Það verður að segjast eins og er að sú ályktun er ótrúlega lík því frumvarpi sem hér liggur frammi.

Ég tók eftir því að hv. þingmaður gerði það að umtalsefni að banna ætti veðsetningu heimilda. Framsóknarflokkurinn ályktar sérstaklega um það að óbeinum veðsetningum aflaheimilda skuli hætt og þær skuli ganga út. Mig langar því að spyrja hv. þingmann: Ef hún er á móti því í þessu frumvarpi er hún þá á móti stefnu Framsóknarflokksins vegna þess að Framsóknarflokkurinn leggur til þetta með veðsetninguna?