139. löggjafarþing — 144. fundur,  8. júní 2011.

afgreiðsla frumvarps um stjórn fiskveiða.

[13:01]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil beina því til forseta að taka sem allra fyrst það frumvarp inn á dagskrá þingsins sem rætt hefur verið um. Ef menn skoða þær breytingartillögur sem meiri hluti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hefur lagt fram og það nefndarálit sem meiri hluti nefndarinnar hefur verið skilað, þá hefur verið hlustað, hlustað hefur verið á þær ræður sem hér voru fluttar, tekið hefur verið tillit til sjónarmiða hjá stjórnarandstöðunni og breytingartillögurnar bera þess vitni. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að málið komi á dagskrá, það rætt og farið sé yfir það og hvort sátt verði þá ekki í málinu.