139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[11:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þessi vandræðagangur í mér er vegna þess hve mikill hraði er á málinu, það er bara þannig. En í 3. mgr. 1. gr. stendur, með leyfi frú forseta:

„Ráðherra er heimilt að setja sérreglur um innflutning ferðamanna og áhafna skipa og flugvéla á áfengi og tóbaki.“

Þetta finnst mér vera of mikið framsal á löggjafarvaldi til ráðherra og ég sit hjá við þessa grein og get ekki stutt hana.