139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég mun eins og ég gat um áðan sitja hjá við allar þessar breytingartillögur en ég vil vekja athygli á 8. gr. sem fjallar um auðlegðarskattinn. Þar kemur meiri hluti hv. efnahags- og skattanefndar með breytingartillögu sem er þess eðlis, eins og ég gat um í ræðu áðan, að þeir borga auðlegðarskatt sem nenna því vegna þess að það er tiltölulega auðvelt að minnka skattstofninn með því að taka lán og kaupa hlutabréf sem voru með lítið virði árið áður vegna þess að eignin er metin á tveimur tímabilum, þ.e. í árslok 2010 og í árslok 2011. Menn geta tekið lán í árslok 2011 til að kaupa hlutabréf sem er metið miðað við árslok 2010 og þar með lækkað eignarskattsstofninn, þ.e. auðlegðarskattsstofninn.

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmenn um að gefa ró í salinn.)