139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[16:43]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ekki er um það deilt að lífeyrissjóðirnir ætla að bera 1.500 millj. kr. kostnað af þessum aðgerðum en deilt hefur verið um með hvaða formi þeir inni þá greiðslu af hendi. Eins og kom fram við framsögu í 2. umr. er það ætlun okkar að taka málið inn í nefnd milli 2. og 3. umr. og flytja við 3. umr. frestun á því að ákvæði þessarar greinar komi til framkvæmda þannig að ríkisstjórnin og lífeyrissjóðirnir geti notað sumarið til að ná samstöðu um með hvaða hætti þetta verði útfært og því mun fylgja viðeigandi nefndarálit. Þess vegna kalla ég breytingartillögur aftur til 3. umr. en við gerum ráð fyrir að ákvæðið standi óbreytt hér við 2. umr.