139. löggjafarþing — 152. fundur,  11. júní 2011.

prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta.

891. mál
[13:55]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér ágætlega grein fyrir að hv. þingmaður er mjög ánægður með tillöguna og ég veitti henni brautargengi á þingi og gerði líka ráð fyrir að greiða henni atkvæði mitt. Hins vegar virðist greinilega ekki vera fyllileg sátt um hana í þingsal.

Ég velti því fyrir mér hvort það væri ekki þannig, í ljósi mikilvægi þessara tímamóta, annars vegar 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar, sem þessi tillaga varðar sérstaklega, og 100 ára afmælis Háskóla Íslands — ég held að það sé mjög mikilvægt að við höfum í huga að Jón Sigurðsson var ekki bara frelsishetja Vestfjarða heldur var hann frelsishetja allrar þjóðarinnar.