139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögum við breytingartillögur á þskj. 1762, um stjórn fiskveiða, á þskj. 1797. Þetta er 826. mál. Umræddar breytingartillögur eru frá hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur, Birni Val Gíslasyni, Róberti Marshall og Helga Hjörvar og eru svohljóðandi, með leyfi forseta:

„1. Við 3. tölul.

a. Við bætist ný málsgrein sem verði 2. efnismgr. (4. mgr. 8. gr. laganna), svohljóðandi:

Við frádrátt skv. 1. málsl. 3. mgr. skal tekið mið af sérstakri tilgreiningu eigenda veiðiskipa á þeim tegundum sem hlutfall skv. 1. málsl. 3. mgr. skal dregið frá. Slíkt er þó aðeins heimilt að því leyti sem samanlögð þorskígildi aflaheimilda sérstaklega tilgreindra tegunda eru jöfn samanlögðum þorskígildum frádreginna aflaheimilda skv. 1. málsl. 3. mgr. Aðeins er heimilt að tilgreina skv. 1. málsl. ýsu, ufsa, þorsk og steinbít.

b. Orðin „og/eða samtökum í sjávarútvegi“ í 2. málsl. 3. efnismgr. falli brott.

c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd ákvæða greinarinnar í reglugerð.

2. Í stað orðsins „skal“ í fyrri málslið 2. efnismgr. 7. tölul. komi: er heimilt að.

3. Í stað efnismálsgreina d-liðar 8. tölul. komi ein málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 8. gr. laganna skulu frádráttarliðir samkvæmt þeirri málsgrein eins og þeir voru fyrir gildistöku 3. gr. laga þessara koma til frádráttar að 3/4 hlutum frá leyfðum heildarafla á fiskveiðiárinu 2011/2012. Skal frádráttarhlutfall skv. 3. mgr. 8. gr. laganna á því fiskveiðiári aðeins koma til frádráttar svo nemi fjórðungi þess. Skal aflamagni samkvæmt þessari málsgrein ráðstafað skv. 5. og 6. mgr. 8. gr. laganna.“