139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:56]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil árétta það sem fram hefur komið hjá hv. málshefjanda að öllu máli skiptir að vinna þetta áfram á sáttaleið og ég vil spyrja hvort það sé ekki grundvallaratriðið.

Það mál sem nú er að sigla inn í þingsalinn er ekkert fley á leið í höfn. Það er því miður línuflækjufótur, krókalaus … (Gripið fram í: Vestmannaeyjaferjan.) (Gripið fram í: Við förum að leysa það …) Nei, þið kunnið ekkert að leysa það og síst af öllu hæstv. sjávarútvegsráðherra.

Miklu skiptir að það sé afgreitt á þann hátt í framhaldinu að sáttaleiðin sé farin, ekki að verið sé að egna saman þingmönnum, þingmönnum gegn þingmönnum, þingmönnum gegn fólkinu í byggðum landsins. Það hefur hæstv. ríkisstjórn gert í þeirri vegferð sem hún hefur verið og því þarf að ljúka. Það eru ekki boðleg vinnubrögð á því herrans ári sem nú er.