139. löggjafarþing — 155. fundur,  15. júní 2011.

prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta.

891. mál
[11:11]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Nú verður gengið til dagskrár og tekið fyrir eina dagskrármálið, prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta, mál nr. 891 á þskj. 1787, síðari umr. Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar og talar einn þingmaður frá hverjum flokki. Fyrstur talar hv. 5. þm. Suðvest., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá talar hv. 3. þm. Norðaust., Kristján L. Möller, næst talar 8. þm. Reykv. n., Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, síðan talar hv. 1. þm. Norðaust., Þuríður Backman, og síðast talar hv. 10. þm. Suðurk., Margrét Tryggvadóttir.

Hefst nú umræðan. Til máls tekur hv. 5. þm. Suðvest., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.