139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[14:14]
Horfa

Frsm. iðnn. (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það að við tölum saman nefndarmenn í þingsal sem annars staðar er gott vitni um hið góða vinnulag sem er í iðnaðarnefnd, þeirri sáttanefnd sem iðnaðarnefnd hefur verið allt þetta ár. (KÞJ: Þið eruð algerir tungufossar.) Já, síðan er talað um það. En hv. þingmaður gerir enn athugasemdir við þetta frumvarp sem telur 180 greinar eða þar um bil, spyr um skilgreiningu á orðinu foss og biður mig um betri skýringu á því en í andsvarinu áðan. Nú held ég að besta skýringin sé komin.

Orðið „foss“ er mjög vel skilgreint í íslenskum orðabókum og ég hvet hv. þingmann til að lesa þær.