139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:32]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir að hafa kynnt sér þessa skýrslu frá 2007. Það er rétt sem kom fram hjá þingmanninum að hv. þm. Eygló Harðardóttir sat í þessari nefnd og skrifaði þessa skýrslu, því er ekkert óeðlilegt að þingmaðurinn flytji þá niðurstöðu og kynni hér. Við höfum hins vegar rætt málið fram og til baka í þingflokki framsóknarmanna og höfum komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra heima setið en af stað farið þegar hlutirnir hafa þróast eins og þeir hafa gert frá 2007. Við verðum að átta okkur á því, herra forseti, að það er margt sem breytist á fjórum, fimm árum. Það verður líka að segjast alveg eins og er að það umhverfi og sú ríkisstjórn sem við búum við núna er ekki til þess fallin að auka líkurnar á því að við viljum færa völd til forsætisráðherra.

Ég get alveg sagt hv. þingmanni að (Forseti hringir.)