139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:19]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega ekki nokkur bragur á störfunum í þinginu. Hér ræðum við mál sem má vel vera að stjórnarliðum þyki vera mikilvægt en allir skynsamir menn hljóta að vera sammála um að það er ekki brýnt. Við erum aftur á móti með lista af brýnum málum. Hvað ætli kjósendur hv. stjórnarþingmanna segi t.d. um við ræðum hér ekki um að veita Íbúðalánasjóði heimild til að bjóða upp á óverðtryggð lán vegna þess að það liggi svo á að færa völd frá frá þinginu til hæstv. forsætisráðherra? Hvað ætli fjármálaheimurinn segi um það að ekki er minnst á gjaldeyrishöftin sem verða afnumin eftir um 15 daga vegna þess (Forseti hringir.) að það liggur svo á að ræða þetta mál? (Forseti hringir.) Það getur vel verið að málið um Stjórnarráðið sé mikilvægt en það er ekki brýnt.