139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:30]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig standi á því að menn skuli ekki geta lært af reynslunni. Mönnum virðist vera fyrirmunað að læra af reynslunni, sérstaklega núverandi ríkisstjórn. Í dag höfum við t.d. fjallað töluvert um umræðuna um stjórnarráðsmálið 1969 og jafnvel sá lærdómur sem menn höfðu þá numið og áttað sig á eftir áratugareynslu er horfinn. Þannig að það er afturför frá 1969. Það er ekki nýr lærdómur milli 1969 og 2011 heldur afturför frá því sem menn þó voru búnir að átta sig á 1969. Hvernig er hægt að laga þetta? Það er auðvitað stóra spurningin sem við höfum verið að fást við. Ég mun hugsanlega hafa tækifæri til að útskýra svar mitt við því í fáeinum orðum í næsta andsvari en nú er tími minn liðinn.