139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi ræða hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur var ómálefnaleg og um margt mjög ómakleg og í mjög litlu samræmi við þá vinnu sem fram fór á vettvangi allsherjarnefndar í þessu máli. Fjallað var um þetta mál á mörgum fundum nefndarinnar, ekki aðeins síðustu daga fyrir septemberþing heldur líka síðastliðið vor. Þetta voru mjög opnar umræður þar sem stjórnarmeirihlutinn skiptist á skoðunum á sameiginlegum fundum með stjórnarandstöðunni, um margt mjög málefnalegar umræður sem áttu sér stað á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, en þegar málið var afgreitt úr nefnd tilkynntu sjálfstæðismenn að þeir mundu skila séráliti.

Ég vil kannski ekki spyrja neinna spurninga heldur bara mótmæla þeim orðum að vinnulagið hafi verið óvandað í þessu máli. (Forseti hringir.) Það er af frá, það er ómaklegt og ómálefnalegt að halda því fram.