139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:43]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður hefur illilega misskilið það sem ég var að tala um varðandi hrossakaupin. Ég vitnaði hér í allt aðra hluti og tillögur í máli mínu. Ég var ekki að ræða þessa tillögu á nokkurn hátt, ég var að velta öðrum hlutum fyrir mér. En úr því þingmaðurinn spyr um þessa tillögu er hún að mínu viti engin lausn á þessu máli. Ég er algjörlega ósammála því að tillagan sé til þess að leysa málið, enda hefur hún ekki verið rædd í þingflokki framsóknarmanna heldur ákváðu þessir þingmenn að leggja fram þá tillögu. Að sjálfsögðu er það þeirra val samkvæmt stjórnarskrárbundnum rétti þeirra. En þessi tillaga hefur ekki verið rædd í þingflokknum og á ekki stuðning minn. Það þarf allt aðra hluti til að klára 2. gr. og til að styrkja og klára þetta mál ef eitthvað á að breytast. Ég held að það væri nær að halda þessum hluta frumvarpsins eða þessara laga eins og þau eru í dag. Ég er ósammála þessu.