139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[11:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil gera athugasemd við fundarstjórn forseta ekki síst vegna þess að það sem hér fer fram er sjónvarpað um allt land. Ég vil því fara þess á leit við hæstv. forseta að þegar ýjað er að því af hv. þingmönnum að þeir sem ekki eru í þingsal fylgist ekki með umræðunni þá séu þingmenn áminntir um það. Og að þess sé líka getið sérstaklega að þingmenn geta fylgst með umræðum og hverju einasta orði sem hér er sagt á skrifstofum sínum og gera það mjög gjarnan. Þeir geta líka gert það heima hjá sér ef þeim sýnist svo. Ég vil því, hæstv. forseti, gera þá athugasemd við fundarstjórn forseta að þetta sé ekki tekið fram þegar menn ýja að því að þeir sem eru ekki hér akkúrat í salnum fylgist ekki með umræðum.