139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

orð þingmanns í umræðum um störf þingsins.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Í morgun undir dagskrárliðnum störf þingsins féllu orð um forseta Íslands sem forseti telur óviðeigandi og andstætt því sem stendur í 78. gr. þingskapa þar sem segir að ekki megi tala óvirðulega um forseta Íslands í þinginu. Orðin sem ég ætla hvorki að endurtaka né vísa í fóru því miður fram hjá forseta þeim sem hér stendur eins og vill því miður stundum verða í önnum á forsetastóli. Forseti harmar þessi ummæli og biður viðkomandi þingmann svo og þingmenn alla að gæta orða sinna að þessu leyti og fara að þingsköpum eins og þau eru á hverjum tíma.