139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

lengd þingfundar.

[15:21]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um hvort eigi að vera heimilt að halda áfram fundi eftir að tilskildum tíma lýkur samkvæmt þingsköpum. Ég tel það alveg einboðið, við ættum í raun ekki að þurfa að vera að ræða um það í atkvæðaskýringum varðandi framlengingu á fundi. Þó svo að við næðum samkomulagi, ef þeir þingmenn sem eru nú á mælendaskrá í 2. dagskrárlið tækju sig af mælendaskrá og við afgreiddum það mál til 3. umr., eru 35 mál á dagskrá í dag. Okkur veitir sannarlega ekki af kvöldinu og morgundeginum og þess vegna lengri tíma til að afgreiða þau mál. Mér finnst því svo augljóst að við eigum ekki að þurfa að ræða þetta þó svo þetta eina mál væri afgreitt nú í eftirmiðdaginn. (Gripið fram í: Var það líka augljóst í Kárahnjúkamálinu?)