139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[15:41]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Um leið og ég þakka hæstv. forseta fyrir að biðja þingmenn um að gæta orða sinna verð ég að lýsa fullkominni vandlætingu minni á ummælum hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Í öðru orðinu er talað um að við þurfum að gæta að virðingu Alþingis en í hinu orðinu kemur hv. þingmaður hér upp með slíkar ömurlegar yfirlýsingar sem gera ekkert annað en að lítillækka þingmanninn sjálfan. Slíkar athugasemdir koma þvílíku óorði á þennan vinnustað að ég gat ekki setið undir því athugasemdalaust. (Gripið fram í.)