139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:00]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að vekja athygli forseta á því að hér hefur verið nokkuð mikill pirringur og stór orð verið látin falla úr ræðustól Alþingis í dag. Þetta á alveg sérstaklega við um þingmenn stjórnarflokkanna sem hafa gengið fram alveg með endemum, notað hér orð eins og „forsetaræfill“, kallað þingmenn „greindarskerta“ og „geðklofa“. Ég held, virðulegur forseti, þegar við höfum haft það öll hér á orði að mikilvægt sé að efla virðingu þingsins að þetta sé ekki til þess fallið. Ég vil beina því alveg sérstaklega til forseta að hún ræði þetta við þessa þingflokka, hv. þingmenn í stjórnarþingflokkunum, að þeir vandi orðbragð sitt í ræðustól Alþingis og reyni a.m.k. (Forseti hringir.) að vera með málefnalega (Forseti hringir.) umræðu, það litla sem þeir sýna sig við þessa umræðu í þinginu.