139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[20:09]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Það var ánægjulegt að heyra samhljóm með þingflokksformönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks annars vegar og hv. þm. Róberti Marshall hins vegar. Mér fannst örla á því í máli hv. þingmanns að hann teldi von til að hægt væri að ná einhvers konar samkomulagi um málið. Ég held að það væri kannski ráð hjá hæstv. forseta að athuga hvort hv. þm. og formaður allsherjarnefndar, Róbert Marshall, er ekki jafnvel tilbúinn til að sitja þennan fund með hæstv. forseta og formönnum þingflokka, því að hér eru mál sem væri hægt að taka til umræðu, eins og 31. dagskrármálið sem full samstaða er um, verðtryggingin, að veita Íbúðalánasjóði heimild til þess að veita óverðtryggð lán. Það er full samstaða um málið. Ég þykist vita að hv. þm. Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, er maður (Forseti hringir.) góður. Ég þykist vita það að hann vilji að þau góðu mál (Forseti hringir.) sem nefnd hafa verið fari í gegn (Forseti hringir.) og að hann sé tilbúinn til að liðka fyrir og jafnvel (Forseti hringir.) leggja það mál til hliðar sem við ræðum nú.