139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:52]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er erfitt að áætla hvað framtíðin ber í skauti sér en ég hefði verulegar áhyggjur af því að ríkisstjórn sem væri komin með þetta vald mundi ekki láta það frá sér aftur.

Skortur á formfestu hefur einmitt verið gagnrýndur mjög mikið, m.a. af nokkrum fulltrúum úr þingmannanefndinni. Hv. þm. Atli Gíslason talaði um það við 1. umr. málsins, hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir, hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson líka. Þetta hefur komið fram hjá flestum þessara þingmanna. Einu þingmennirnir sem voru í þingmannanefndinni og hafa ekki talað svona eru hv. þingmenn Samfylkingarinnar — og voru að loka dyrunum hér til hliðar af því að þeim líkaði ekki að horfast í augu við staðreyndir.