139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:28]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég þakka líkt og aðrir fyrir að verið sé að ná í hæstvirta ráðherra. Það er mjög mikilvægt, eins og komið hefur fram, að hæstv. ráðherrar mæti til umræðunnar, sérstaklega þeir sem hafa lýst fyrirvara við málið, eins og hæstv. innanríkisráðherra sem talaði um að meðal annars efni þessa frumvarps sýndi í engu leiðir til að komast hjá hjarðhegðun og forræðishyggju. Þar talar maður með reynslu sem var, eins og hefur komið fram, hent út úr ríkisstjórn fyrir það eitt að ætla að greiða öðruvísi atkvæði en forusta síns eigin flokks í Icesave-málinu. Ég held, frú forseti, að það sé mjög mikilvægt að við getum fengið nákvæmari upplýsingar um það hvenær hæstv. innanríkisráðherra er væntanlegur í hús þannig að menn geti skipulagt hvenær þeir muni tala og annað. Ég hafði til dæmis í hyggju að ræða málefni sem tengjast ummælum hæstv. innanríkisráðherra, bókunum hans og fyrirvörum við þetta mál. Ef það væri mögulegt að fá einhverjar frekari tímasetningar á því hvenær hæstv. innanríkisráðherra er kominn í hús (Forseti hringir.) væri það mjög gott.