139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Eins og allir vita hefur hv. þingmaður marga fjöruna sopið í stjórnmálum, búinn að vera hér lengur en margur, setið í ríkisstjórnum o.s.frv. Ég hef heyrt í mörgum öðrum reyndum þingmönnum og fáum hefði dottið í hug að sækjast eftir þeim heimildum sem hér er verið að gera. Þegar horft er til sögu íslenskra stjórnmála og þeirra aðstæðna sem við höfum búið við, af því að gjarnan er verið að vitna og leita til annarra landa, man hv. þingmaður einhvern tíma eftir því að í hans stjórnartíð hafi komið til greina að ganga jafnlangt og verið er að gera hér — ég geri mér grein fyrir því að stjórnarráðslögunum var breytt meðan hv. þingmaður var á þingi — (Forseti hringir.) að sækjast eftir svo miklu valdi?