139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:49]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þér hafið talað mikið um að menn þurfi stundum að vinna lengi og nefnt til sögunnar reynslu yðar frá Siglufirði. En ég geri ráð fyrir því að á Siglufirði hafi menn þó verið að vinna til að ná einhverju markmiði og skapa verðmæti. (PHB: Hér …) Hér virðist hins vegar skorta allt verksvit eins og hv. þingmaður úr Vestmannaeyjum, Árni Johnsen, mundi segja. [Hlátur í þingsal.] Nú ætlast hæstv. forseti til þess að menn ræði hér mál og reyni að útskýra hina ýmsu galla sem á því máli eru án þess að það fólk sem ber ábyrgð á málinu og þarf að laga þá galla sé til staðar.

Ég hvet því hæstv. forseta til þess, ætli hann að láta fund standa hér áfram, að fá á staðinn og í umræðuna það fólk sem fyrir þessu öllu stendur svoleiðis að umræðan megi verða til þess að bæta málið.