139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:46]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Áhugi minn í þessari umræðu hefur m.a. beinst að því að kanna afstöðu framsóknarmenn til þeirra tillagna sem fram koma í frumvarpinu og hvernig afstaða þeirra hefur þróast frá flokksþingum þeirra 2007 og 2009. (Gripið fram í: Er þetta um fundarstjórn forseta?) Ég hef þess vegna hlýtt á ræður hv. þingmanna Framsóknarflokksins sem nú eru orðnar átta og 40 mínútur hver og að auki önnur og þriðja ræða þannig að þetta eru orðnar um 400 mínútur.

En hér vantar einn framsóknarmann í salinn. Hér hefur framsóknarmaðurinn Höskuldur Þórhallsson ekki talað. Hvar er, forseti, Höskuldur Þórhallsson? Af hverju er hann ekki boðaður á þennan fund? Ég fer bara fram á það og krefst þess að hv. þingmaður Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sé boðaður á fundinn og látinn gera grein fyrir afstöðu sinni til tillagna Framsóknarflokksins á flokksþingunum 2007 og 2009, forseti. (Gripið fram í: Hvaða leikrit er þetta?) Ég ítreka, forseti, að það verður að kalla Höskuld Þórhallsson hv. þingmann Framsóknarflokksins í salinn. Ég krefst þess. Ég krefst þess.