139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:02]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst ekki neinn hugur fylgja máli hjá hv. stjórnarliðum þegar þeir segjast styðja niðurstöðu þingmannanefndarinnar. Bara sá gjörningur hæstv. forsætisráðherra að setja starfshóp á laggirnar allt að því til höfuðs þingmannanefndinni segir ansi mikið.

Hæstv. forsætisráðherra treysti ekki þinginu, hún treysti ekki þingmannanefndinni heldur setti hún sérstaka fulltrúa sína í starfshóp til að vinna að því sem þingmannanefndin vann að. Nú, þegar niðurstaða þingmannanefndarinnar liggur fyrir, bólar ekkert á henni í þingsal, eins og hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson bendir á, heldur er verið að keyra í gegn frumvarp með góðu eða illu (Forseti hringir.) til að tryggja aukin völd hæstv. forsætisráðherra.