139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:52]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í dag hefur ítrekað komið upp sú staða að hv. þingmenn, m.a. sá sem hér stendur, hafa óskað eftir því að beina spurningum til hæstv. forsætisráðherra hvað varðar efnistök þessa frumvarps, hvað varðar meginlínuna og þá meginstefnu að verið er að færa vald frá Alþingi til hæstv. forsætisráðherra og þá staðreynd og þær spurningar um það hvernig hæstv. forsætisráðherra hyggst beita þeim valdheimildum sem hún falast eftir. Ég beini því til hæstv. forseta að leita eftir því að hæstv. forsætisráðherra komi í salinn, taki þátt í umræðum og svari þeim spurningum sem beint hefur verið til hennar, ellegar væri langeðlilegast að fresta fundi þar til hæstv. forsætisráðherra sér sér fært að taka þátt í umræðunum. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.)