139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að þakka forseta fyrir að gera ekki hlé á þingfundi akkúrat núna. Þingmenn hafa kvartað mikið yfir því að engir stjórnarþingmenn hafi tekið til máls. Ég er næst á mælendaskrá. Ég veit að forsætisráðherra er í húsinu og ég geri ráð fyrir að hún sé að hlusta. Ég ætla ekki að beina máli mínu sérstaklega til hennar, heldur til þingmanna sem hafa kallað eftir skoðunum stjórnarliða. Ég óska eftir því, virðulegi forseti, að ég fái að halda þessa ræðu áður en kemur til greina að gera hlé á fundi.