139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[12:57]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það væri kannski ofurlítið framfaraskref á þinginu, í þessum erfiðu störfum okkar og umræðum, að menn hefðu fyrir því að lesa tillögur af þessu tagi. Þessi er ein lína og tiltekur að borgarfulltrúar í Reykjavík, því að við þá er átt með tillögunni um að sveitarfélög yfir 50.000 íbúum séu innan ákveðinna marka, efri mörk. Mörkin eru frá 15–31 borgarfulltrúa og á milli þessara talna eða einhvers staðar á þessu bili ræður borgarstjórn Reykjavíkur og Reykvíkingar því sjálfir.

Ég verð að viðurkenna að mér er þannig farið og biðst afsökunar á því að ég hugsa í þessum efnum fyrst og fremst til míns eigin sveitarfélags. Það er annarra að hugsa til sinna sveitarfélaga ef þeir hafa áhuga á því að gefa þeim meira svigrúm en ég sé engar tillögur um það, kæru vinir, hér á þinginu.